02.12.2007 22:14

Norðan 14 - 15 metrar í dag

Daginn
Það er búið að vera norðan 14 til 15 metrar í dag og kom með snjókomu í kvöld. Bía er þessa stundina í kennslu og ég því einn heima eins og er. Við kveiktum á kerti í gær til að minnast Kristins Veigars og vottum öllum aðstaðendum samúðar. Ég setti inn myndir frá Skarðsréttum 2007 í dag en er ekki búinn að fara yfir þær kannski þarf ég að kippa einhverjum út, það er allt gott að frétta af Hlyni og fjölskyldu í danaveldi. Ég hef verið inni í dag og unnið í þvottahúsinu á samt því að taka til niðri hjá mér henda gömlum bókhaldamöppum og fl. Ég er með þrjá 15" túpuskjái sem eru í góðu lagi ef einhver vill svona skjái  þá er bara að  hafa samband  áður en ég hendi þeim. Annað gengur sinn vanagang var að bóna gólf upp á sjúkrahúsi í gær plataði Bíu með mér í það tókum einn gang. Mamma hefur það ágætt heilsan bara góð hjá henni núna, talaði við hana áðan. Ég á nú eftir að fara tvisvar til Reykjavíkur í desember, var búin að tala við Lóa um að fá lánaða kerruna hjá honum þegar ég færi, en hann er í Reykjavík núna. Ég reyni að setja fleiri myndir inn bráðlega.
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 441576
Samtals gestir: 52581
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 01:07:09