23.04.2007 21:06
Gleðilegt sumar
Það er ekki seinna vænna en að óska ykkur gleðilegs sumars. Hérna á Hólmavík er skítakuldi núna og norðan gjólu kaldi alskýað í tvöþúsund fetum og grár veðrabakki að sjá út í firði. Var í Reykjavík sumardaginn fyrsta og tók mig til og labbaði úr Hátúni niður Laugaveg og þaðan út á Granda að Seglagerðinni Ægi, ( fékk nú Bíu til að sækja mig þangað um kvöldmatarleitið ) Er nú búin að áhveða efnið í rtigerðina hjá mér ætla að skrifa um Strandavíðirinn í Selárdal, á um hann nokkuð efni frá fyrri árum þarf að skila þessari ritgerð 4. júní til að útskrifast um miðjan júní. Það er ekki fyrirsjáanlegt að sumarið komi hingað í þessari viku. Ég er langt komin með niðjatalið vantar örlítið upp á það þarf að fá meira aðsent efni. Það er hvass að norðan um kl 21 í Bjarnarfirði hitastigið var 3° á C
Flettingar í dag: 1069
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 134
Gestir í gær: 2
Samtals flettingar: 767258
Samtals gestir: 61606
Tölur uppfærðar: 23.12.2025 21:56:43
