09.04.2007 09:56
Páskar
Nú eru páskarnir að verða afstaðnir hafa verið rólegir, gott veður en hef varla farið út úr húsi. Þessi úr pottinun er ekki hægt að hafa eftir, en aðsóknin hefur aukist, t.d. margir á laugardaginn, það hefur gránað í fjöll og mjög andkalt úti núna. Ég fór með Hlyni og Írisi í gærkveldi að horfa á þið munið hann Jörund, það var nokkuð gott, en nokkrir hnökrar á sýningunni, þetta er í þriðja sinn sem ég sé þetta leikrit, Siggi Atla sýndi stórleik ásamt öllum hinum. Það var fylltur innbakaður frampartur í kvöldmat í gærkveldi ásamt miklu meðlæti, matnum voru gerð góð skil. Ég fer sennilega á Sauðárkrók á morgun eða hinn.
Flettingar í dag: 1415
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1178
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 640020
Samtals gestir: 59658
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 23:41:25