15.03.2007 23:38

Sorgarstund

Tók þessa frétt af Morgunblaðinu til að minna okkur á hvað lífið getur stundum orðið stutt, en fyrir þá sem ekki  vita er Unnar Rafn sonur okkar Margrétar Þ. Jónsdótturs frá Hörgshlíð, nú búsett á Ísafirði. Ég vil þakka þá miklu samúð og samkend sem við fjölskyldur Unnars höfum fengið það styrkir okkur í sorginni. Einnig sendum við Sólveig konan mín aðstendum Eiríks innilegustu samúðarkveðjur

Fórust í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi




Fréttamynd 423379

Eiríkur Þórðarson, t.v. og Unnar Rafn Jóhannsson, t.h.

Innlent | mbl.is | 14.3.2007 | 15:36

Mennirnir tveir, sem létust þegar 10 tonna trilla, Björg Hauks ÍS, fórst í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi, hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson. Þeir voru báðir búsettir á Ísafirði.

Eiríkur var 47 ára gamall. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, eina dóttur og fimm fóstursyni. Unnar Rafn var 32 ára. Hann var ókvæntur og barnlaus.


Flettingar í dag: 1142
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1210
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 446094
Samtals gestir: 52836
Tölur uppfærðar: 9.4.2025 08:57:05