27.03.2022 08:04

Veturinn 22

Það er langt síðan ég hef verið að setja orð á þessa síður en gæti hugasð mér að gera það oftar það er stundum verið að spurja mig eftir myndum sem ég hef sett inn fyrir löngu. En nú er skanninn kominn í lag svo að ég ætti að geta sett inn myndir sem ég hef tekið og svo hef ég varið að skanna myndir sem ég hef verið beðin um.

Það er búinn að vera leiðinlegur vetur síðustu mánuði og mikið snjóað síðustur 3 vikur það var lítill snjór fyrir. 

Nokkrar myndir frá 26/3 2022 

Á mörgum stöðum eru komnir snjóhraukar.

Það verður nú ekki fært niður kirkjutröppurnar á næstu dögum.

Krap og svell á götunum 26 mars 22 

Á Kópnesbrautinni

Við heilsugæslunina

Hvöss vestanátt

Þessi mynd er tekin 22 mars 2022

Jón Loftsson móðurbróðir minn

Þetta hefur verið nokkuð algent í vetur

 

 
 

 

24.12.2020 13:24

Jólakveðja

Kæru vinir og ættingjar, við Bía sendum ykkur ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ári, 16 barnabarnið kom í heiminn í gær 23 12 en það var drengur sem Nína og Søren eignuðust, þökkum ykkar vináttuna á liðnum árum.

Ég viðurkenni að ég hef ekki verið nóu duglegur við að skrifa á þessa síðu eða að setja inn myndir en ég skal reyna að bæta úr því. Í dag er stiningskaldi að sunnan og 5 gráðu hiti um hádegið og dálítil hálka myndin er af jólatréinu á hjúkrunardeildinni Hólmavík, set mynd af tréinu heima síðar.
Þetta ár hefur verið frekar erfitt til að hitta vini og kunningja varla að maður hafi farið útfyrir Hólmavík en hef nú eiginlega farið í Búðardal á hverjum fimmtudegi á árinu vegna vinnunar flestallir fundir hafa verið á netinu þetta árið.
Sendum ykkur jóla og hátíðarkveðjur.



23.03.2020 21:45

Vorið kemur bráðum

Ég er nokkuð viss um að vorið fari að koma og ég geti hætt að ganga í stígvélum með mannbrodda dags daglega. Það er allt hið besta að frétta af mínu fólki bæði afkomendum og systkinum. Það taka flestir því rólega í veirufaraldrinum. Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúmið frá Ernu á eftir að setja nöfn við þær sem ég veit um nöfn á. 

Þetta er Ólöf Ingimundardóttir amma mín.


Hér er mynd af pabba og Laufeyju Einarsdóttur sennilega jólaboð því það eru Lindu konfektkassar á borðinu. Þau dvelja nú í sumarlandinu.


Hér kemur mynd sem ég held að sé tekin í heyskap í Goðdal sennilega 1949. Ég þekki Einar, Munda og Ingu, Kristjönu og Halla hverjir skyldu hinir vera gaman væri að vita það.

21.01.2020 23:19

Myndir frá Ernu

Skrapp norður í Odda og vegurinn yfir háls var snjólaus smá hálka, fékk nokkrar myndir frá Ernu til að skanna inn.


Arngrímur Jóhann Ingimundarson


Arngrímur og Ingimundur Ingimundarson þarna eru þeir að setja fjárhúsgrindur á vörubílinn en hvar myndin er tekin er ég ekki alveg með á hreinu en dettur í hug í Kaldbaksvík við gömlu fjárhúsin í Kaldbak sem voru við ána sem kom úr gilinu.


Þessi mynd er nú sennilega tekin á sama tíma skoðunarmiðinn í bílrúðunni á honum er ártalið 1962


Þessi mynd er tekin á páskum 26 mars 1967


Svo er hér mynd sem er sennilega tekin í Goðdal þekki ekki þá sem eru á myndinni.






16.01.2020 22:09

Mynd dagsins

Það hefur verið hið besta veður í dag eftir byljótta daga en mikil hálka hefur verið.


Frá vinstri. Anna Jóhannsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Friðrik Andrésson með Sigvalda Ingimundarson á háhest.

15.01.2020 22:18

Mynd af Jóni og Ha


Mynd úr safni Sigríðar Ingimundardóttir 
Til vinstri er Jón Jónsson Pétursonar og við hlið hans er Hallfreð Bjarnason


24.12.2019 18:04

Gleðileg jól


Óska öllum gleðilegra jóla þessir jólasveinar komu ofan af fjöllum í gær.

26.08.2019 22:26

Ýmislegt

Setti inn nokkrar myndir af brúðkaupi Hlyns og Sóleyjar. Fermingu Sólveigar og fl.

Sólveig María og pabbi hennar Valgeir Örn.


Með ömmu sinni og afa í föðurætt.


Með ömmu sinni og afa í móðurætt.


Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir og Hlynur Þór Ragnarsson 


Takið erftir því að svaramaðurinn er í spariskónum.

21.07.2019 22:49

Hópmynd 5 júlí 2019



Þetta er hópmynd af mér og Bíu með börn og maka og barnabörn það vantar Jóa og fjölskyldu.



12.01.2019 22:08

12 jan 2019

Það var hávaðarok á miðvikudaginn einhvað fauk hérna á Hólmavík en ekki nein stórtjón sem betur fer. Í dag hefur snjóað kafaldsmugga úr norð austri annað bara gott hérna. En viðurkenni að ég gleymdi að horfa á handboltan í dag, kemur ekki oft fyrir að það gleymist. Ég var ekki með nein áramóta heit núna en lít björtum á árið sem er að byrja.

Þessa mynd tók ég austur í Skriðdal í sumar það er saltið á veginum sem þær sækja í eða er verið að rækta saltkjöt ?

Það er nú ekki rétt dagsetning á myndinni en þetta er á gamlárskvöld þarna erum við með humar og hörpudisk í forrétt.


Nautakjöt í aðalrétt allt steikt á þessum steini, Úr skelinni gerði Bía humarsúpu á nýársdag sem forrétt og það var mínútusteik í aðalrétt. Siggi var sá eini sem gat borðað ís í eftirrétt.

Þessa mynd tók ég á þrettándanum nágranni minn er að vinna í lóðinni hjá sér og innrétta gistiheimili á nr 22 þetta mun líta betur út í vor.



03.01.2019 22:32

3 janúar 2019

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.

Þá eru jólin að verða búin en á þrettándanum verður síðasti dagurinn og daginn eftir þá þarf að pakka jólunum niður á mínu heimili ef ég nenni eins og segir í textanum. 

Ég var svo heppinn að hitta jólasveinana þegar þeir komi af fjöllum. Það var hið besta veður um hátíðirnar nema á gamlársdag þá var bylur. 

Það kom skip að sækja heyrúllur sem fara til Noregs svona er veðrið búið að vara í mest allan vetur logn og sléttur Steingrímsfjörður.

Þessi mynd er tekinn 24 nóvember og þá er logn og sólskyn hjá okkur.
Af okkur Bíu er allt gott að frétta hún grennist en ég stend nú í stað með þyngdina.
Bestu kveðjur til þín lesandi góður.



22.10.2018 19:54

Gamall

Það kemur að því að ég fari að setja inn myndir og tjá mig einhvað.

17.04.2018 09:35

Þriðjudagur

Það er núna norðaustan átt með rigningu snjórinn víkur fyrir vorinu. Í gær var stafalogn og sæmilegur vorhiti. 


Spegilsléttur Steingrímsfjörður svona er veðrið búið að vera síðustu daga.


Þessi mynd er frá því að við fórum á Akureyri síðasta sumar frá vinstri er Erla, Bía Nína tengdamamma og Loftur Hafliðason sambýlismaður Nínu en þennan dag hélt hún upp á 80. árin


Sjávarréttakvöld Lionsklúbbsins á Hólmavík var haldið föstudaginn 13. apríl og það mættu 68 manns og í dyrunum stendur Steini skreytingarmeistari


Þennan vin minn hann Árna hitti ég þegar ég var að koma frá Akranesi í mars mánuði en eins og flestir vita þá eru fjórar bensínstöðvar í og við Borgarnes þarna er Árni rétt kominn yfir Borgarfjarðarbrúna á leið suður varða að hringja í Olís í Borgarnesi og fá sendan bensínbrúsa en þess má geta að það eru tveir bensíntankar í þessum bíl. Hver er lærdómurinn ? Hann er sá að betra er að tanka oftar en sjaldnar.

11.02.2018 11:50

Hólmavík 11 feb 2018

Já það snjóaði dálítið í gærkveldi, nótt og fram að 9 í morgun, Bía ýtti mér á fætur fyrir 8 í morgun til að moka eina starfsstúkluna út sem var í heilsugæsluíbúðinni og það var þó nokkur snjór á götunum.


Það var komin góður skafl.


En gat mokað göng það var bylur þegar ég var að því kl átta í morgun.


Það er hægt að ganga handriðið í logni en ekki í byl.


Snjólaust við vesturinnganginn.


Snjóruðningur á Borgabraut


Halldór Jónsson læknir mokaði frá norður innganginum á sjúkrahúsinu.

Kannski verða þau Bía og Gísli búin að moka frá hurðunum heima svo ég komist inn.

23.12.2017 12:00

Jólakveðja 2017

Við Bía sendum ykkur okkar bestu óskir um fögnuð og frið á jólahátíðinni og farsældar á komandi ári þessi mynd var tekin af okkur þann 11 september árið 2001 í Alsaka.



Today's page views: 89
Today's unique visitors: 37
Yesterday's page views: 328
Yesterday's unique visitors: 77
Total page views: 233964
Total unique visitors: 31577
Updated numbers: 20.5.2024 06:43:45