12.01.2019 22:08

12 jan 2019

Það var hávaðarok á miðvikudaginn einhvað fauk hérna á Hólmavík en ekki nein stórtjón sem betur fer. Í dag hefur snjóað kafaldsmugga úr norð austri annað bara gott hérna. En viðurkenni að ég gleymdi að horfa á handboltan í dag, kemur ekki oft fyrir að það gleymist. Ég var ekki með nein áramóta heit núna en lít björtum á árið sem er að byrja.

Þessa mynd tók ég austur í Skriðdal í sumar það er saltið á veginum sem þær sækja í eða er verið að rækta saltkjöt ?

Það er nú ekki rétt dagsetning á myndinni en þetta er á gamlárskvöld þarna erum við með humar og hörpudisk í forrétt.


Nautakjöt í aðalrétt allt steikt á þessum steini, Úr skelinni gerði Bía humarsúpu á nýársdag sem forrétt og það var mínútusteik í aðalrétt. Siggi var sá eini sem gat borðað ís í eftirrétt.

Þessa mynd tók ég á þrettándanum nágranni minn er að vinna í lóðinni hjá sér og innrétta gistiheimili á nr 22 þetta mun líta betur út í vor.Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 39
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 415522
Samtals gestir: 63519
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 11:17:18