03.01.2019 22:32

3 janúar 2019

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.

Þá eru jólin að verða búin en á þrettándanum verður síðasti dagurinn og daginn eftir þá þarf að pakka jólunum niður á mínu heimili ef ég nenni eins og segir í textanum. 

Ég var svo heppinn að hitta jólasveinana þegar þeir komi af fjöllum. Það var hið besta veður um hátíðirnar nema á gamlársdag þá var bylur. 

Það kom skip að sækja heyrúllur sem fara til Noregs svona er veðrið búið að vara í mest allan vetur logn og sléttur Steingrímsfjörður.

Þessi mynd er tekinn 24 nóvember og þá er logn og sólskyn hjá okkur.
Af okkur Bíu er allt gott að frétta hún grennist en ég stend nú í stað með þyngdina.
Bestu kveðjur til þín lesandi góður.



Flettingar í dag: 117
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 50
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 226501
Samtals gestir: 29321
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:32:35