15.10.2015 20:49

Fórum til Vestmannaeyja

Jæja smá skrif hérna núna um daginn fórum við Bía ásamt mömmu hennar og Lofti til Vestmannaeyja að heimsækja Erlu en Tryggvi var á sjó. Þetta var skemmtileg ferð en var bara helgin. Loftur var að halda upp á afmælið sitt. 

Bía var nú ekki sjóveik í þessu ferðalagi.


Vestmannaeyjar tóku vel á móti okkur í rokkrinu.


Erla flutti móttökuræðu í tilefni komu okkar, þar sem hún lýsti ánæju sinni með komu okkar til Eyja og vænti þess að dvölin yrði ánnæjuleg þó að veðurspáin væri ekki góð rok og rigning.


Á laugardaginn fórum við í bíltúr um eyjuna skoðuðum hjólasafnið hjá Tryggva,




Fórum á kaffihúsið hjá Erlu fengum hinar bestu veitingar.


Skoðuðum þjóðveldisbæinn og fl.


Nína og Loftur


En dagurinn fór að mestu í prjónaskap hjá systrunum og sjónvarpsáhorf.


Um kvöldið borðuðum við á Einsa kalda þetta er forrétturinn Risahörpuskel, humar, ostarísottó en það var smá aska á diskinum sennilega síðan úr gosinu.

Í aðalrétt Lambahryggvöðvi og nautakinn ásamt steinseljurót, rósakáli, blóðbergsósu það smakkaðist vel sagt vera 200 gr kjöt.


Í eftirrétt réttur sem heitir Eldfjall sem var heit súkkulaðikaka, karamella, hafrakurl, vanilluís  þetta sprakk í munni og var gott með kaffinu.


Á sunnudaginn tókum við Bía okkur gönguferð um Eyjar og þarna eru skemmtilegar hraunmyndir.

Var nú hugsað til Sörens tendgarsonar þegar ég tók þessa mynd þarna gæti hann sprangað

það er ekki að sjá að Bíu kvíði heimferðinni með reyndan skipstjóra sér við hlið.

Um ferðina gefur Bía nánari upplýsingar en hún var góð og skemmtileg þessi ferð þó tvísýnt væri að við kæmustum heim á sunnudeginum.



Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 226271
Samtals gestir: 29258
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:38:40