24.06.2007 22:13

Jónsmessan

Það er búið að vera gott veður síðustu daga t.d. í dag upp í 18 stiga hita en sólarlaust, fór í gærkveldi að horfa á miðnætursólina og sólina koma aftu í ljós undan Kaldbakshorninu, var upp á Ennishálsi, nennti nú ekki norður en ef farið er norður á Reykjaneshyrnu þá sést sólin allan tímann. Fór Drangsneshringinn í dag, tók þá eftir að við Bassastaði er merki um 50 km. hámarkshraða síðan er skilti þegar komið er að Drangsnesi þá er komin 35 km. hámarkshraði, en þegar komið er út fyrir Drangsnes, þá er merki um að þéttbýli sé lokið þannig að eftir það er leyfður 80 km. hámarkshraði á mölinni, en ef þu ferð yfir háls þá er 50 km hámarkshraði það sem eftir er norður, Baldur Steinn var að veiða í Bjarnarfjarðará ásamt fleyrum, hann fékk væna bleikju 1 og 1/2 pund silfruð á litinn, það komu þrjár bleikjur úr ánni á gær.

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 161
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 225633
Samtals gestir: 29119
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 11:38:53